12.04.2010 08:40
KS-deildin lokaúrslit
Þá er KS-deildin búin þetta árið. Lokakvöldið var 7.apríl síðastliðinn og var þá keppt í smala og skeiði og einnig réðust úrslit í heildarstiga keppninni.Í smalanum sigraði smalakóngurinn Magnús Bragi Magnússon og er þetta ekki í fyrsta skipti sem Magnús Bragi vinnur glæsta sigra í smalakeppni. Í skeiðinu sigraði Bjarni Jónasson eftir harða keppni við Tryggva Björnsson en þeir félagar þeyttust í gegnum höllinna á sama tíma 5,10 sek. sem er mjög góður tími, en Bjarni vann sökum þess að tími hans úr hinum sprettinum var betri en Tryggva. Með sigrinum í skeiðinu gulltryggði Bjarni sér sigur í KS-deildinni þetta árið. Stirkleiki á keppninni í ár var sennilega sá mesti frá upphafi deildarinnar og eflaust eigum við eftir að sjá marga af þeim hestum og knöpum sem hvað mest hvað að í KS-deildinni í vetur standa ofarlega á komandi landsmóti í Skagafirði í sumar.Úrslit úr smala og skeiði má sjá á flipanum ýmis mót - ks deild - úrslit - smali/skeið. Hér fyrir neðan eru heildarúrslit í KS-deildinni 2010. Tólf efstu knapar hafa unnið sér þáttökurétt á næsta ári.
www.svadastadir.is
Stigasöfnun | |||
Knapar | Heild.stig | ||
1 | Bjarni Jónasson | 34 | |
2 | Þórarinn Eymundsson | 27,5 | |
3 | Ólafur Magnússon | 24 | |
4 | Magnús Bragi Magnússon | 21,5 | |
5 | Elvar E. Einarsson | 21,5 | |
6 | Mette Mannseth | 21,5 | |
7 | Ísólfur Líndal Þórisson | 20,5 | |
8 | Sölvi Sigurðarson | 16,5 | |
9 | Erlingur Ingvarsson | 13 | |
10 | Þorsteinn Björnsson | 10,5 | |
11 | Tryggvi Björnsson | 8 | |
12 | Ragnar Stefánsson | 6 | |
13 | Heiðrún Ósk Eymundsdóttir | 2,5 | |
14 | Líney María Hjálmarsdóttir | 2 | |
15 | Þorbjörn H. Matthíasson | 2 | |
16 | Riikka Anniina | 0 | |
17 | Viðar Bragason | 0 | |
18 | Björn Fr. Jónsson | 0 |
www.svadastadir.is
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 610
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 657
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 1767407
Samtals gestir: 84028
Tölur uppfærðar: 6.4.2025 14:49:55