14.04.2010 11:48

Grunnskólamótið - lokamót

Nú er komið að loka mótinu í Grunnskólamótaröð hestamannafélaga á Norðurlandi vestra.

Það verður haldið í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki

sunnudaginn 18. apríl kl. 13:00

Keppt verður í:

Fegurðarreið     1. - 3. bekkur

        Tölt                 4. - 7. bekkur
- þurfa ekki að sýna hraðabreytingar, en eiga að ríða 3 hringi -

        Tölt                  8. - 10. bekkur

    Skeið                    8. - 10. bekkur

Við skráningu þarf að koma fram keppnisgrein, nafn knapa, bekkur og skóli.

Nafn hests, aldur, litur og upp á hvora hönd er riðið.
Skráning þarf að berast fyrir fimmtudagskvöld 15. apríl á lettfetar@gmail.com

Skráningargjald er 1000 krónur á hest og 500 á næstu hesta og greiðist á staðnum áður en mót hefst.

Pítsuveisla í boði fyrir keppendur eftir mót

Frekari upplýsingar hjá Smára í síma 8447285

Hér má sjá reglur Grunnskólamóts

Hægt er að æfa fyrir mótið í Þytsheimum milli klukkan 18 og 19 á morgun fimmtudaginn 15.04.

Flettingar í dag: 1246
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 6167
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 1755081
Samtals gestir: 83914
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:34:55