14.04.2010 11:42

Tekið til kostanna



Stórsýningin Tekið til kostanna verður haldin í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki 24.apríl. Mikið verður um að vera þessa helgi á Sauðárkróki.

Föstudaginn 23. apríl verður kynbótasýning og fara byggingardómar fram í reiðhöllinni og verða hrossin dæmd í reið á velli hestamannafélagsins Léttfeta sem er við hlið reiðhallarinar.

Laugardaginn 24. apríl verður yfirlitssýning kynbótahrossa klukkan 10:00, upp úr hádegi byrjar kennslusýning reiðkennarabrautar Háskólans á Hólum sem stendur fram eftir degi. Um kvöldið verður svo stórsýningin Tekið til kostanna og verður dagskrá sýningarinnar kynnt á næstu dögum.

Hvetjum við fólk til að taka þennan spennandi dag frá.

Flettingar í dag: 1735
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 4182
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 2568065
Samtals gestir: 94843
Tölur uppfærðar: 15.12.2025 13:33:26