27.04.2010 10:07
Tekið til kostanna
Horfa á myndband
Húnvetnsku Dívurnar fóru norður á Tekið til kostanna, video af atriðinu má sjá hér að ofan. Fleiri Þytsfélagar tóku þátt í sýningunni, Tryggvi Björnsson sýndi gæðinginn Braga frá Kópavogi í lokaatriði sýningarinnar.
Fanney Dögg Indriðadóttir sýndi svo Stuðul frá Grafarkoti í Klárhestaatriði, Svavar Hreiðarsson sýndi í atriði sem var skeiðmunsturreið og var það mjög flott. Fólk tók andköf þegar kapparnir sem voru Elvar, Maggi Magg, Ingólfur Helga og Svabbi Hreiðars stilltu sér upp í vesturenda hallarinnar og lögðu á skeið og þutu allir fjórir saman út um hurðina á höllinni.
Fullt af myndum eru komnar inn á facebooksíðu Reiðhallarinnar Svaðastaðir og skemmtileg umfjöllun um sýninguna er á heimasíðu Stíganda.
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 1425
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 2260
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 2049379
Samtals gestir: 89225
Tölur uppfærðar: 3.7.2025 04:57:37