27.04.2010 10:52

Ungfolasýning

Ungfolasýning (stóðhestasýning) verður haldin á vegum Hrossaræktarsamtaka V-Hún föstudaginn 30. apríl nk og hefst kl. 20.00 í Þytsheimum á Hvammstanga.

Keppt verður í þrem flokkum:
2ja vetra hestar - hesturinn uppstilltur fyrir byggingardóm og látinn hlaupa um reiðhöllina.
3ja vetra hestar - hesturinn uppstilltur fyrir byggingardóm og látinn hlaupa um reiðhöllina.
4ra vetra hestar - hesturinn uppstilltur fyrir byggingardóm og látinn hlaupa um reiðhöllina eða sýndur í reið.

Dómari verður Eyþór Einarsson.
Skráningargjald er 1.500 á hest og greiðist á staðnum. Við skráningu þarf að koma fram nafn hests og númer. Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 28.apríl. Skráning hjá Loga í síma 848-3257 eða Jóa Alberts í síma 869-7992 eða senda skráningu á netfangið gauksmyri@gauksmyri.is

Hrossaræktarsamtök V-Hún

Flettingar í dag: 464
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4713
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 2236694
Samtals gestir: 91643
Tölur uppfærðar: 31.8.2025 02:35:17