21.05.2010 09:26
Hestamenn funda um pestina
Hagsmunahópar í hestamennsku ætla í dag að eiga fund með landbúnaðarráðherra og ráðuneytismönnum vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin, vegna kvefpestar og hita sem herjar á hross um allt land.
Um sex hundruð manns sóttu fund um álið í reiðhöllinni í Víðidal í gærkvöldi þar sem meðal annars kom fram að allt sýningarhald lægi niðri og viðskipti með hross sömu leiðis.
Þá lítur út fyrir að landsmóti hestamanna,sem átti að halda í Skagafirði í sumar, verði jafnvel frestað,hrossaræktendum og ferðaþjónustufyrirtækjum til mikils skaða.
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 54
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 1314
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 2473968
Samtals gestir: 93998
Tölur uppfærðar: 4.11.2025 01:08:36
