03.08.2010 16:25
Síðsumarsýning kynbótahrossa á Blönduósi 17. og 18. ágúst
Kynbótasýning verður á Blönduósi þriðjudag 17. og miðvikudag 18. ágúst 2010.
Tekið er á móti skráningum hjá Búnaðarsambandinu á Blönduósi í síma 451-2602 / 895-4365 eða á netfangið rhs@bondi.is , sem er enn betra.
Síðasti skráningardagur er fimmtudagur 12. ágúst.
Það sem fram þarf að koma við skráningu:
Nafn á hrossi og fæðingarnúmer
Sýnandi (nafn og kt.)
Greiðandi (nafn og kt.)
Skráningagjald:
Fullnaðardómur: 14.500 kr. m. vsk.
Eingöngu byggingardómur/hæfileikadómur: 10.000 kr. m. vsk.
Greiðist samhliða skráningu inn á reikning 307-26-2650 á kt: 471101-2650 og senda kvittun á netfangið rhs@bondi.is með upplýsingum um fyrir hvaða hross er verið að greiða.
Til að fá endurgreitt sýningargjald þarf að tilkynna forföll degi áður en sýningin hefst.
Muna DNA-sýni úr öllum stóðhestum og foreldrum þeirra. Blóðsýni og röntgenmyndir af stóðhestum fimm vetra og eldri.
Athugið að mæta eingöngu með heilbrigð hross en samkvæmt samþykktum fagráðs verður hrossum vísað frá sem sýna einkenni kvefpestarinnar, s.s. hósta og/eða áberandi hor.
Nánari upplýsingar um tímasetningar verða á heimasíðu Búnaðarsambandsins www.rhs.is
Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda