28.10.2010 10:37
Hest í fimleikana
Kathrin og Irina eru að leita að hesti fyrir leikfimi á hestum í vetur. Það er svo rosaleg aðsókn í þessa tíma að Goði mun ekki ná að sinna þessum fjölda.
Hesturinn þarf að vera vanur að vinna í taumhring, síðan verða þjálfararnir bara að prufa sig áfram hvort hesturinn gangi í þetta verkefni. Irina þarf að hafa aðgang að þessum hesti einu sinni í viku til að þjálfa hann. Eigandi Goða segir hestinn betri í reið eftir alla þessa taumhringsvinnu, svo þetta er góð þjálfun fyrir reiðhross.
Æskulýðsnefnd
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 1316
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 10727
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 1748984
Samtals gestir: 83828
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 04:23:44