03.12.2010 08:16

Sýnikennsla með Mette Mannseth


Minnum á sýnikennslu með Mette Moe Mannseth í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi laugardagskvöldið 4. Desember n.k. kl. 1800.

Það er tilvalið nú í byrjun vetrar að rifja upp, læra nýjar aðferðir og fá hugmyndir um þjálfun á hestunum okkar. Hvetjum áhugafólk um  þjálfun hesta og reiðmennsku að láta þetta frábæra tækifæri ekki fram hjá sér  fara.

Aðgangseyrir aðeins krónur 1500 fyrir 12 ára og eldri.

Flettingar í dag: 1002
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 1031
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 2428485
Samtals gestir: 93708
Tölur uppfærðar: 22.10.2025 11:33:02