31.12.2010 09:31

Fríða Marý í 3ja sæti í kjöri á Íþróttamanni ársins



Kjöri íþróttamanns USVH (Ungmennasambands Vestur-Húnavatnssýslu) var lýst í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga kl. 18,00 þann 27. des. Íþróttamaður USVH árið 2010 var kjörin Helga Margrét Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona frá Reykjum í Hrútafirði. Í öðru sæti varð Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir körfuknattleikskona og systir Helgu Margrétar, í þriðja sæti varð Fríða Mary Halldórsdóttir hestaíþróttakona. Aðrir sem hlutu tilnefningar í kjöri íþróttamanns USVH voru Tryggvi Björnsson og Ísólfur Líndal Þórisson hestaíþróttamenn og Ólafur Ingi Skúlason frjálsíþróttamaður.

Stjórn Þyts vill óska þessu frábæra afreksfólki innilega til hamingju með árangurinn á árinu.
Flettingar í dag: 1715
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 1123
Gestir í gær: 5
Samtals flettingar: 2589737
Samtals gestir: 95049
Tölur uppfærðar: 23.12.2025 14:13:45