04.01.2011 16:09

ÞRETTÁNDAGLEÐI ÞYTS 2011


Verður haldin laugardaginn 8. janúar nk

Farið verður frá Söluskálanum á Hvammstanga kl: 14:00. Álfakóngur, álfadrottning, hirðmeyjar ásamt Grýlu, Leppalúða og jólasveinum (sem fengu lengra dvalarleyfi fyrir okkur) leiða gönguna í gegnum bæinn með viðkomu á sjúkrahúsinu og þaðan sem leið liggur að reiðhöllinni Þytsheimum.
Í Þytsheimum munu jólasveinar,Grýla og Leppalúði syngja og tralla með okkur og börnunum boðið á hestbak. Einnig verður boðið upp á söng sem Valdi, Guðrún Ósk, Logi, Hulda, Brynja, Hrafnhildur og Sigrún munu sjá um, Elínborg sér um undirspil.

Boðið verður upp á kaffi, kakó og meðlæti.

Vonumst til að sjá sem flesta og eigum góða stund saman.

Kveðja Æskulýðsnefnd Þyts.

                                                              



Ps: ef veðurútlit verður vont gæti dagskráin breyst, það verður þá auglýst hér á heimasíðunni.

Flettingar í dag: 489
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 5793
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 1760117
Samtals gestir: 83938
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:23:04