18.02.2011 14:21
Viðtal við liðsstjórana eftir fyrsta mót
Svona til gamans ákvað ritari síðunnar að taka stutt viðtöl við liðsstjóra liðanna. Hér að neðan má sjá svör þeirra við nokkrum spurningum um keppnina og annað.
Rúnar Örn Guðmundsson liðsstjóri liðs 4
1. Hvernig líst þér á stöðuna eftir fyrsta mót?
Er nokkuð sáttur við stöðuna þó reyndar sé alltaf skemmtilegra að jafnara sé...! Þó mjög sáttur við lið 4 þar sem liðið hefur ekki verið komið svona hátt í stigum eftir fyrstu keppni svo ég viti fyrr!
2. Ertu farin(n) að smala mannskap fyrir smalann?
Ég er ekki farinn að smala mannskap í smalann þar sem lið 4 hefur verið í fínum málum til þessa í smalanum en hef heyrt að menn séu á fullu að smala í öðrum liðum sem hressir nú ekkert mjög.
3. Verður liðið þitt sterkt í Smalanum/skeiðinu?
Ég vonast til að mitt lið haldi velli í smalanum þrátt fyrir óhressandi sögur af smalamennsku annarra liða, er ekkert of bjartsýnn með skeiðið þar sem við höfum ekki haft úr miklu að tefla í þeirri grein eins og sjá má á þátttöku liðssins í 5 gangi til þessa:(
4. Finnst þér líklegt að liðstjóri liðs 1 komi til með að halda mönnum selskap á næstu mótum?
No comment, þekki ekki nægilega til:)
5. Hver er kvarðatrótin af 25?
kvarðatrótin er 5
6. Hvað telur þú að Hjalli hafi drukkið marga bjóra á fjórganginum?
Oft er hávaðinn meiri en fjöldinn af bjórunum.
7. Finnst þér mikilvægt að breyta fyrirkomulaginu þannig að þulir stjórni þegar Elli á Ásgeirsá, Dóri Sig og Maggi Magg eru í braut?
Væri það ekki bara til bóta. spurning hvort þeir stofni ekki bara sér lið
8. Telur þú það mögulegt að ná liði 3 eftir stórsigur þeirra á fyrsta móti?
Allt er mögulegt en þá er bara að smala betur en þau ( þarf ekki annars utanaðkomandi til að allt gangi? )
9. Eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri?
Upp með stig fyrir 3ja flokk, ég vildi sjá minni mun milli flokka td. 12-10-8 fyrir efstu sæti.....
Gunnar Þorgeirsson liðsstjóri liðs 3
1. Hvernig líst þér á stöðuna eftir fyrsta mót?
Gæti verið betri fyrir lið 3.
2. Ertu farin(n) að smala mannskap fyrir smalann?
Hef aldrei kunnað að smala.
3. Verður liðið þitt sterkt í Smalanum/skeiðinu?
Nei lélegir smalar og skeiðmenn. ( Dugar samt örugglega til sigurs.)
4. Finnst þér líklegt að liðstjóri liðs 1 komi til með að halda mönnum selskap á næstu mótum?
Hafið bláa hafið hugan dregur.
5. Hver er kvarðatrótin af 25?
Sjá bls.410 í Elísbetbjarna.
6. Hvað telur þú að Hjalli hafi drukkið marga bjóra á fjórganginum?
Er þetta ekki fjölskylduskemmtun VAR MAÐURINN Á FYLLIRÍI ?
7. Finnst þér mikilvægt að breyta fyrirkomulaginu þannig að þulir stjórni þegar Elli á Ásgeirsá, Dóri Sig og Maggi Magg eru í braut?
Spurning um textavél.
8. Telur þú það mögulegt fyrir hin liðin að ná liði 3 eftir stórsigur ykkar á fyrsta móti?
Ekki möguleiki miðað við frammistöðu hinna liðana á síðasta móti. Getuleysið algjört.
9. Eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri?
Takmarkið hjá liði 3 er að vinna þessa liðakeppni með 100 stiga mun...
Indriði Karlsson liðsstjóri liðs 2
1. Hvernig líst þér á stöðuna eftir fyrsta mót?
Lið 2 eflist ávallt við mótlæti
2. Ertu farin(n) að smala mannskap fyrir smalann?
Já við erum í stöðugum viðræðum við Pétur Guðbjörns
3. Verður liðið þitt sterkt í Smalanum/skeiðinu?
Aldrei sterkara
4. Finnst þér líklegt að liðstjóri liðs 1 komi til með að halda mönnum selskap á næstu mótum?
Já ekki spurning, hún er mikil selskaps manneskja
5. Hver er kvarðatrótin af 25?
Gulrót
6. Hvað telur þú að Hjalli hafi drukkið marga bjóra á fjórganginum?
Einum fleiri heldur en Hjalti Júl
7. Finnst þér mikilvægt að breyta fyrirkomulaginu þannig að þulir stjórni þegar Elli á Ásgeirsá, Dóri Sig og Maggi Magg eru í braut?
Nei enga hjálp, minn maður er klár í næsta slag, mér er sama um hina.
8. Telur þú það mögulegt að ná liði 3 eftir stórsigur þeirra á fyrsta móti?
Já það verður létt verk, því Gunnar liðsstjóri er að springa úr monti og gleymir sér í gleðinni eftir fyrsta mótið.
9. Eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri?
Hér koma smá hugrenningar frá einu af hirðskáldum liðs 2
Lið 1
Liðstjórar liðin sín styrkja
leita að mönnum og yrkja
Gudda þá skoðar
grípur og hnoðar
Guttana ætlar að virkja
Tryggvi svo tryggur að smala
Tapaðí og fór þá að gala
uppi um fjöll
eltir hann tröll
ætlar sér stigum að hala
Kópurinn klæddur í leður
kannski er hræddur við veður
ekki fer út
allur í kút
ekki mér þykir það meður
Guddan með hvolpinn og kópinn
kallar svo upp yfir hópinn
Nú komiði öll
kát upp í höll
kannski þið kunnið á sópinn!!
Lið 4
Úr austrinu ætla að meika
það, allir og með okkur leika
öskur og köll
um alla höll
Eru þeir kannski að feika?
Lið 3
Víðdælskir piltarnir vænir
votir við eyrun og grænir
ætla sér allt
en ekki er það falt
þó andskoti séu þeir kænir
Logi með hárrauða lokka
lætur nú klárana brokka
Maggi með kex
kann ekkert pex
kjellingar ætlar að lokka
Gunnar sem giljar oft kýrnar
grettist og setur í brýrnar
Grétu hann sér
glotta við mér
Glaðleg og mér öllum hýrnar
Lið 2
I kotinu Grafar er graður
gæi sem er ekki staður
Stæltur og knár
sætur með hár
Svona er Indriði maður!
Um Snobbið sér stílistinn Kolla
Sminkar sig á milli holla
strýkur og hlær
slær sér á lær
Stelpan er alls engin bolla
Af Vatnsnesi koma svo kallar
með kökur og konurnar allar
ég er mjög fær
í að éta þær
ekkert sem á nokkurn hallar
Reynir með reynsluna mætir
ríður með pískinn og tætir
hestöflin öll
út yfir völl
óheppinn sem honum mætir
Stundum ég í Haddý ég heyri
ég held samt að það séu fleiri
sem hvetja mitt lið
að húnvetnskum sið
Hún er víst líka með keyri
Að leikslokum löngum skal spyrja
laglegt er um það að kyrja
Sigurinn minn
sætur um sinn
Sárin þá skuluð þið smyrja
Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, liðsstjóri liðs 1
1. Hvernig líst þér á stöðuna eftir fyrsta mót?
Ég er hreinilega í skýjunum með þetta. Ég hefði nú haldið að hin liðin hefðu náð mun meiri forustu á okkur, enda lélegasta greinin okkar. Nú er þetta allt bara upp á við og nú verður heldur betur rakað inn stigum!
2. Ertu farin(n) að smala mannskap fyrir smalann?
Nei ég hef nú aldrei stundað það! Það hefur alltaf verið þannig með okkur í Draumaliðinu að það er erfiðara að grisja úr hverja við viljum fá til þess að keppa, það er hart barist um hvert pláss. Það er engin breyting á því þetta árið.
3. Verður liðið þitt sterkt í Smalanum/skeiðinu?
Við munum eiga efstu hesta í öllum greinum. Það er bara þannig! Einnig verðum við með þá nýbreyti að hafa lífverði. Þetta verður gert til þess að koma í veg fyrir að liðstjórar og knapar annarra liða reyni ekki að draga saklausu hjartagullinn okkar afvega, stela af þeim hrossum og misnota sér sakleysi þeirra! Virðist vera full þörf á svoleiðis nokkru!
4. Finnst þér líklegt að liðstjóri liðs 1 komi til með að halda mönnum selskap á næstu mótum?
Ég kem til með að standa mína vakt og sjá til þess að allir séu kátir og glaðir í liðinu. Enda er það mitt hlutverk sem liðstjóri að bjóða alla velkomna og láta fólki líða sem best. Þess ber að geta að ég er tilbúin að taka við keppendum úr öðrum liðum sem finnast þeir ekki frá þann stuðning og umhyggju sem Draumaliðið er að bjóða upp á.
5. Hver er kvarðatrótin af 25?
5
6. Hvað telur þú að Hjalli hafi drukkið marga bjóra á fjórganginum?
Bíddu bíddu... var hann að drekka? Það fór sko ALVEG framhjá mér:) Enda erum við í Draumaliðinu alvöru íþróttamenn og því er með öllu óleyfilegt að neyta nokkurra vímugjafa á meðan að mótaröðin er í gangi. Það er að segja frá byrjun janúar og út maí!
7. Finnst þér mikilvægt að breyta fyrirkomulaginu þannig að þulir stjórni þegar Elli á Ásgeirsá, Dóri Sig og Maggi Magg eru í braut?
Mér er alveg skít sama um Ella og Magga, en mér þætti vænt um að Halldór fengi aðstoð.....
8. Telur þú það mögulegt að ná liði 3 eftir stórsigur þeirra á fyrsta móti?
Þetta er svo langt frá því að vera búið.... Ég tel að gamanið sé rétt að hefjast og það er alveg klárt mál að við komum til með að vinna þessa keppni líkt og síðasta ár. Lið 3 er búið að ná sínum toppi og vonandi hafa þau bara notið þess þennan stutta tíma sem það varði. Enn það varir ekki lengi!!!!
9. Eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri?
Held að þetta segji allt sem segja þarf!
Draumar í liðunum, dansand´af gleði
draghalta fákana leggjum að veði
smölum í pottinn, smölum í lið
Sverrir er dottinn, hvað gerum við?
þið munið tapa, þið verðið fúl
þakkiði guði hvað við erum kúl
Logi má grenja, leggjast á grúfu
lekkert að Dóri sé alltaf með húfu
engjumst af kynþokka, emjum af grobbi
en Kolla Stell´er að drepast úr snobbi
við munum rúst´ykkur, væta og græta
veriði ekkert að mæta....
Megi besta liðið vinna (Draumaliðið)