20.03.2011 09:36
Grímuglens og fimleikafjör
Mikið fjör var í gær upp í reiðhöll fyrir yngstu börnin, en þau mættu í grímubúningum á reiðnámskeiðið. Eftir tímann var svo boðið upp á pylsur, gos og kökur. Mjög skemmtilegur tími og krakkarnir himinlifandi. Komnar eru nokkrar myndir hér inn á heimasíðuna, en von er á fleiri myndum inn á síðuna vonandi í dag.
Á eftir litlu krökkunum haldin smá keppni í fimleikum á hesti. Keppnin var á nýja tréhestinum sem Tveir Smiðir gerðu. Hóparnir áttu að vera með atriði sem að þau sáu um að semja og átti atriðið að innihalda fimm skylduæfingar. Þau fundu sjálf nafn á hópinn sinn og bjuggu til búninga fyrir atriðið sitt. Krakkarnir sem tóku þátt í þessari keppni eru búnir að æfa misjafnlega lengi og sumir hafa ekkert æft, en allir mættu galvaskir og spenntir í reiðhöllina til að hafa gaman af þessu. Það eru þær Kathrin Martha Schmitt og Irina Kamp sem sjá um að þjálfa krakkana. Fjórir hópar tóku þátt í keppninni og fengu þeir allir smá viðurkenningu fyrir þátttöku í keppninni. Myndir frá keppninni komnar inn í myndaalbúmið.