22.03.2011 21:58

Hrossabændur - Hestaáhugafólk

 

Aðalfundur Samtaka Hrossabænda í A- Hún verður haldinn í Reiðhöllinni á Blönduósi þriðjudaginn 29. mars 2011 og hefst stundvíslega kl. 20:00.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf -  stóðhestahald 2011 ofl.

 

Fræðslufundur undir yfirskriftinni  "Ræktun í Kirkjubæ" hefst kl 21:00 en þar mun Ágúst Sigurðsson hrossaræktandi í Kirkjubæ og fyrrverandi landsráðunautur í hrossarækt segja frá  hrossaræktinni í Kirkjubæ sem er landsþekkt og byggir á gömlum grunni. Ágúst mun fara yfir sviðið í víðu samhengi og sýna myndir máli sínu til stuðnings. Umræður að lokinni framsögu .  Kaffi og kleinur

 

Athugið að fræðslufundurinn er öllum opinn

 

Samtök Hrossabænda í A-Hún

Flettingar í dag: 3019
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 5544
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 2056517
Samtals gestir: 89294
Tölur uppfærðar: 4.7.2025 10:13:22