08.04.2011 10:38

Stórsýning Þyts

Fimleikarnir vekja alltaf jafn mikla hrifningu.

Það gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi sl. laugardagskvöld þegarvstórskemmtileg reiðhallarsýning Þyts var haldin í Þytsheimum. Atriðinvsem voru 24 talsins gengu vel fyrir sig og vöktu hrifningu áhorfenda. Það var unga kynslóðin sem opnaði sýninguna með glæsibrag og svo tók við fjölbreytt dagskrá þar sem til að mynda var sýnt hvernig láta á hest leggjast, efnilegir stóðhestar og flottar unghryssur komu fram og ræktunarbú mættu á svæðið. Línudans nokkra kvenna úr sýslunni birtist óvænt og vakti mikla hrifningu áhorfenda. Sýndar voru þrjár skrautsýningar, hestafimleikar, gæðingafimi og grínatriði voru á boðstólnum þar sem eftirhermum tókst á eftirminnilegan hátt að leika eftir knapana Tryggva Björnsson, Herdísi Einarsdóttur, Ísólfur Líndal, Jóhann Albertsson, Þórir Ísólfsson og Elvar Loga. Það er ljóst að í Vestur-Húnavatnssýslu eru góð hross og metnaðarfullir knapar sem eiga ekki í vandræðum með að halda reiðhallarsýningu sem þessa með glæsibrag. 
Nokkur atriði úr sýningunni eru komin inn á YouTube. Með því að leita undir stórsýning þyts þar þá koma slóðirnar upp. Hestamannafélagið Þytur þakkar skipuleggjendum, starfsfólki sýningar, sýnendum og áhorfendum fyrir eftirminnilega kvöldstund.
Flettingar í dag: 749
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1417936
Samtals gestir: 74854
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:29:37