16.05.2011 19:39
Reiðnámskeið - Sumardvöl
Nokkur pláss eru enn laus á hin geysivinsælu reiðnámskeið á Sveitasetrinu Gauksmýri. Um er að ræða tvenns konar fyrirkomulag. Fyrstu tvö námskeiðin er dvöl frá sunnudegi til föstudags þar sem þátttakendur gista á staðnum. Seinasta námskeiðið hefst á mánudagsmorgni og líkur á föstudagseftirmiðdegi. Þátttakendur gista ekki heldur líkur dagskrá um 4, þetta námskeið er hugsað fyrir börn/unglinga sem hafa aðsetur í nágrenni Gauksmýrar. Námskeiðið bíður upp á skemmtilega dagskrá sem inniheldur m.a. kvöldvökur, leiki, sundferðir og margt fleira. Á námskeiðinu er kennaramenntað starfsfólk með mikla reynslu.
Dagsetingar eru eftirfarandi: 5. - 10. júní (Fullt) - 12.-17. júní (þátttakendur gista - nokkur laus pláss) og 20. -24. (þátttakendur gista ekki - nokkur pláss laus).
Áhugasamir skulu endilega hafa samband sem allra fyrst í síma 451-2927 eða í gegnum tölvupóst gauksmyri@gauksmyri.is
Frekari upplýsingar má einnig finna á www.gauksmyri.is