16.05.2011 19:42

Þjóðbúninga- og hestamannamessa

Þjóðbúninga- og hestamannamessa verður haldin í Staðarbakkakirkju 17. júní nk. kl. 11. Farið verður af stað frá reiðhöllinni Þytsheimum kl. 9 árdegis og riðið sem leið liggur reiðveginn fram að Ósi, þar niður að Miðfjarðará, fram Melsnes og Staðarbakkaeyrar. Hestarnir verða geymdir í gerðum við útihúsin á Staðarbakka á meðan messu stendur. Kaffisopi í túninu heima eftir messu. Eftir kaffi verður haldið aftur sem leið liggur út á Hvammstanga og komið þangað milli kl. 14 og 15. 

Vonandi að sem flestir hestamenn geti tekið þátt.

Flettingar í dag: 940
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 3470
Gestir í gær: 269
Samtals flettingar: 2248869
Samtals gestir: 92198
Tölur uppfærðar: 3.9.2025 10:14:28