19.05.2011 22:00

Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir landsmót

 mynd frá síðasta Gæðingamóti Þyts.


Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir landsmót verður haldið laugardaginn 11.júní og sunnudaginn 12.júní á félagssvæði Þyts. Mótið hefst kl.10:00 báða dagana.

Keppt verður í tölti opnum flokki, B-flokki,1. og 2.flokkur, A- flokki,1. flokkur , ungmennaflokkur, unglingaflokkur, barnaflokkur og  100 metra skeið.

Skráningargjöld verða 2000 kr fyrir fyrstu skráningu, 1500 fyrir aðra skráningu og 1000 kr eftir það. Börn og unglingar borga 800 kr.

Við skráningu þarf að koma fram IS-númer hests, kennitala knapa og keppnisgrein.

Athugið að hægt er að greiða skráningargjöld beint inná reikning 1105-26-1081 kt:550180-0499

Nánar auglýst síðar

Mótanefnd.

Flettingar í dag: 2101
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 6580
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 1551536
Samtals gestir: 79514
Tölur uppfærðar: 28.1.2025 03:49:56