02.06.2011 09:46

Hestaþing Glaðs

Hestaþing Glaðs sem haldið verður í Búðardal dagana 18. og 19. júní næstkomandi. Hestaþingið er gæðingakeppnimót, opið öllum félögum í hestamannafélögum. Keppt verður í öllum flokkum gæðingakeppninnar: barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, B-flokki gæðinga og A-flokki gæðinga. Einnig verður keppt í tölti og kappreiðum, þ.e. væntanlega 250 m stökki, 250 m brokki, 150 m skeiði og 250 m skeiði.

Allar nánari upplýsingar um mótið verða svo birtar á vef Glaðs, www.gladur.is, þegar nær dregur.

 

Flettingar í dag: 1494
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 6572
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 2061564
Samtals gestir: 89324
Tölur uppfærðar: 5.7.2025 05:20:36