14.06.2011 20:11

Opið fyrir umsóknir í Reiðmanninn!!!

Fjölmargar umsóknir hafa borist í Reiðmanninn sem hefst næstkomandi haust, þó þeim sé misskipt á milli staða sem auglýstir hafa verið, þ.e. Hvammstanga, Hellu og í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.

Þar sem fólk hefur verði nokkuð upptekið á úrtökumótum og í hrossastússi, höfum við ákveðið að framlengja umsóknarfrestinn út júní í Reiðmanninn. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar eru á vefnum www.lbhi.is/namskeid undir Reiðmaðurinn í vinstri stiku. Endilega vísið áhugafólki og félögum á þetta, og komið á framfæri þessari seinkunn á umsóknarfresti.

Þeir sem nú þegar hafa sótt um í Reiðmanninn, mega gera ráð fyrir því að fá svör um inngöngu fyrir miðjan júlí ef allt gengur eftir.

 

Af heimasíðu:

Reiðmaðurinn
Námskeiðsröð fyrir áhugafólk um reiðmennsku

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, í samvinnu við Landssamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda, opna nú fyrir nýja námshópa í áfangaskipt tveggja ára nám í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi. Námið sem kallast Reiðmaðurinn má taka með vinnu og er hugsað fyrir áhugafólk eldra en 16 ára sem hefur áhuga á að bæta sína reiðmennsku og þekkingu á hrossarækt. Verkleg kennsla fer fram ca. eina helgi í mánuði frá september og fram í apríl. Bóklegt nám er tekið samhlið í gegnum námsvef skólans.
     Námið er byggt upp sem röð af helgarnámskeiðum þar sem nemendur koma einu sinni í mánuði með sinn hest og taka fyrir ákveðinn hluta af reiðmennskunni. Einnig er farið yfir bóklegt efni í fyrirlestrum og með fjarnámi. Hér er því um sambland af staðarnámi og fjarnámi að ræða þar sem ætlast er til að nemendur undirbúi sig bæði í verklegum og bóklegum atriðum heima.
     Námið er metið til samtals 33 ECVET-eininga á framhaldsskólastigi og lýkur námskeiðsröðinni með sérstakri viðurkenningu frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Námið er unnið í samvinnu við Landssamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda.
     Verkefnisstjóri námsins fyrir hönd Endurmenntunar LbhÍ er Ásdís Helga Bjarnadóttir, að faglegri uppbyggingu námsins koma Reynir Aðalsteinsson og Þorvaldur Kristjánsson.

Klikkaðu á línurnar hér fyrir neðan til að fá nánari upplýsingar!

Nánari lýsing á náminu
Almennar kröfur og verð

Reiðmaðurinn er nú kenndur, veturinn 2010-2011:

...á Iðavöllum á Fljótsdalshéraði,
...í Reiðhöllinni á Akureyri,
...í Borgarfirði, Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum og í Faxaborg við Borgarnes
...á Flúðum og í Rangárhöllinni við Hellu
...á Hestamiðstöðinni Dal og Sörlastöðum í Hafnarfirði

Þeir sem hafa áhuga á að sækja um nám í Reiðmanninum eru hvattir til að fylla út umsóknareyðublaðið hér fyrir neðan og senda það með tölvupósti á
endurmenntun@lbhi.is  Ahugið að um er að ræða tímabilið 2011-2013.

Ef áhugahópur er til staðar innan ákveðins hestamannafélags kemur vel til greina að hefja næsta skólaár á viðkomandi stað, uppfylli staðurinn þær kröfur sem settar eru vegna kennslunnar og næg þátttaka fyrir hendi. Hafið samband við Endurmenntun LbhÍ og málið verður skoðað.

Umsóknareyðublað

Flettingar í dag: 1286
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1418473
Samtals gestir: 74871
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:50:38