14.06.2011 20:14
Vaktir á landsmóti
Hægt verður að sækja um að vinna á komandi landsmóti. Hér koma helstu atriði varðandi vaktir á Landsmóti Hestamanna:
- Viðmiðið eru 10-20 vaktir á hestamannafélag, þó í samhengi við stærð félags og undirtektir félagsmanna. Ef áhugi er á fleiru vöktum er alveg sjálfsagt að skoða það.
- Það er ekki verra að fólk taki fleiri en eina vakt en það er hinsvegar ekki skilyrði.
- Vaktirnar eru á bilinu 6-10 klst.
- Styrkurinn er 1.500kr fyrir hverja unna klukkustund.
- Hestamannafélögin fá styrkinn fyrir vinnu félagsmanna greiddan til sín. Félögin halda svo annaðhvort styrkinum fyrir sig eða greiða einstaklingunum fyrir þeirra vinnu eftir mót.
- Miðað er við að starfsmenn hafi náð 18 ára aldri.
- Þau störf sem um ræðir eru meðal annars:
- Stóðhesthús
- Móttaka hrossa
- Skrifstofa
- Upplýsingamiðstöð
- Hliðvarsla
- Fótaskoðun
- Kaffivaktin
- Ýmis vinna á svæði
Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Hugrúnu Ósk Ólafsdóttur í gegnum netfangið landsmothugrun@gmail.com. og látið vita frá hvaða hestamannafélagi þið komið.
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 1329
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 2815
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 2410595
Samtals gestir: 93610
Tölur uppfærðar: 16.10.2025 08:34:47