18.06.2011 09:42

Skráning á Landsmót UMFÍ 50+

Nú eru aðeins sex dagar þar til fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ hefst á Hvammstanga. Undirbúningur fyrir mótið gengur samkvæmt áætlun og verður gaman að taka á móti keppendum og gestum um næstu helgi.
Keppt verður í fjölda greina á mótinu og er fólk hvatt til að taka þátt og hafa gaman. Meðal keppnisgreina eru blak, bridds, boccia, badminton, frjálsar íþróttir, fjallaskokk, hestaíþróttir, golf, pútt, línudans, skák, sund, þríþraut og starfsíþróttir (búfjárdómar, dráttavélaakstur, jurtagreining, pönnukökubakstur og kökuskreyting). Þess má geta að allir geta keppt í fjallaskokki, óháð aldri.

Skráning á mótið hefur staðið yfir síðustu vikur og gengið vel, en henni lýkur á morgun, sunnudaginn 19. júní. Skráningin fer fram hér og er þátttökugjald kr. 3.000, óháð fjölda keppnisgreina. Innifalið í verðinu er keppnisgjald, gisting á tjaldsvæði, afþreying og skemmtiatriði meðan á mótinu stendur.

Heimild: UMFÍ   
Flettingar í dag: 5827
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 5544
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 2059325
Samtals gestir: 89313
Tölur uppfærðar: 4.7.2025 21:14:21