15.11.2011 20:58
Fullt hús á Hrísum 2
Það er nóg að gera í tamningum á Hrísum þessa dagana. Búið að fylla húsið að hrossum frá öðrum og í þeirra eigu, alls 25 stykki. Tamningartryppin eru m.a. undan Roða frá Múla, Aðli frá Nýjabæ, Akk frá Brautarholti, Gandálfi frá Selfossi, Hvessi frá Ásbrún, Nema frá Grafarkoti, Huginn frá Haga, Fróða frá Staðartungu og fleiri góðum. Gréta á Fitjum er að temja með þeim núna, hún er með tvo fola sjálf, annar þeirra er efnilegur stóðhestur undan Ballerínu frá Grafarkoti og Krák frá Blesastöðum. Einnig er Gunnar stórbóndi sérlegur ráðgjafi og eftirlitsmaður búsins. Þannig að það er fjör í Fitjárdalnum!! :)
Yndislega veðurblíðan sem hefur verið núna undanfarna daga gerir þeim kleift að hafa hrossin mikið úti í nokkrum útivistarhólfum fyrir utan hesthúsið.
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 2061
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 351
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 1577118
Samtals gestir: 79773
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:34:20