28.11.2011 11:00
Dagatal Þyts 2012
Dagatal Þyts 2012 er komið út og er til sölu hjá Árborgu, hægt er að panta það á tölvupóstfangið: tunga2@simnet.is eða í síma 863-6016. Dagatalið kostar kr. 2.000 og er það prýtt myndum frá félagsmönnum ásamt því að helstu viðburðir ársins hjá hestamannafélaginu koma þar fram.
Dagatalið verður svo til sölu upp í reiðhöll 3. des nk. þegar Knapinn og Kidka verða með vörukynningu. Einnig er hægt að nálgast það hjá Dóra og Kollu í Landsbankanum.
Skrifað af Þórdís
Flettingar í dag: 4273
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 3702
Gestir í gær: 173
Samtals flettingar: 2101935
Samtals gestir: 89818
Tölur uppfærðar: 13.7.2025 17:52:36