29.12.2011 22:01
Helga Una í 2. sæti í kjöri íþróttamanns ársins hjá USVH
Íþróttamaður USVH árið 2011 er Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir körfubolta- og kraftlyftingarkona. Í öðru sæti varð Helga Una Björnsdóttir okkar og í þriðja sæti Helga Margrét Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona.
Helga stóð sig vel á keppnisvellinum á árinu, stóð sig þó best í kynbótabrautinni. Helga Una var tilnefnd sem efnilegasti knapi ársins 2011 af Landssambandi hestamanna, fimm einstaklingar voru tilnefndir af landinu og var Helga ein af þeim. Baráttan um titilinn var gríðarlega hörð í ár þar sem bæði var Landsmót og Heimsmeistarmót sem er einsdæmi. Helga er yngsti kynbótaknapi sem hefur keppt fyrir Íslandshönd í kynbótasýningum á Heimsmeistaramóti en hún gerði sér lítið fyrir og sýndi Smá frá Þúfu í fyrsta sætið en hún hlaut 8.03 fyrir byggingu og hvorki meira né minna en 8.59 fyrir hæfileika og 8.37 í aðaleinkunn.
Ritari síðunnar sló á þráðinn til Helgu og fékk að heyra hvað hún væri að bralla þessa dagana. Í haust hefur hún verið í Fjölbrautarskólanum á Selfossi og einnig verið með slatta inni eins og hún orðaði það sjálf í hesthúsi á Selfossi, nokkur í tamningu fyrir aðra og einnig hennar eigin hross. Þar er hún með Bikar sinn, sem er sonur Orðu og Parkers. Hann fékk fínan dóm í vor, mikið efni í alvöru keppnishest. Einnig er hún með graðan Akksson á fjórða vetur undan Nös, sem er mjög efnilegur.
Eftir áramót verður Helga svo að vinna á Blesastöðum hjá systur sinni Hólmfríði og Magnúsi. Gaman verður að fylgjast með Helgu á komandi ári.
Helga stóð sig vel á keppnisvellinum á árinu, stóð sig þó best í kynbótabrautinni. Helga Una var tilnefnd sem efnilegasti knapi ársins 2011 af Landssambandi hestamanna, fimm einstaklingar voru tilnefndir af landinu og var Helga ein af þeim. Baráttan um titilinn var gríðarlega hörð í ár þar sem bæði var Landsmót og Heimsmeistarmót sem er einsdæmi. Helga er yngsti kynbótaknapi sem hefur keppt fyrir Íslandshönd í kynbótasýningum á Heimsmeistaramóti en hún gerði sér lítið fyrir og sýndi Smá frá Þúfu í fyrsta sætið en hún hlaut 8.03 fyrir byggingu og hvorki meira né minna en 8.59 fyrir hæfileika og 8.37 í aðaleinkunn.
Ritari síðunnar sló á þráðinn til Helgu og fékk að heyra hvað hún væri að bralla þessa dagana. Í haust hefur hún verið í Fjölbrautarskólanum á Selfossi og einnig verið með slatta inni eins og hún orðaði það sjálf í hesthúsi á Selfossi, nokkur í tamningu fyrir aðra og einnig hennar eigin hross. Þar er hún með Bikar sinn, sem er sonur Orðu og Parkers. Hann fékk fínan dóm í vor, mikið efni í alvöru keppnishest. Einnig er hún með graðan Akksson á fjórða vetur undan Nös, sem er mjög efnilegur.
Eftir áramót verður Helga svo að vinna á Blesastöðum hjá systur sinni Hólmfríði og Magnúsi. Gaman verður að fylgjast með Helgu á komandi ári.
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 2101
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 6580
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 1551536
Samtals gestir: 79514
Tölur uppfærðar: 28.1.2025 03:49:56