06.01.2012 22:30

Þrettándagleði

Í dag var haldin Þrettándagleði Hestamannafélagsins Þyts og Grunnskóla Húnaþings vestra. Í myndaalbúmið eru komnar myndir frá hátíðinni.


Farið var í skrúðgöngu frá skólanum um Hvammstanga og upp í reiðhöll. Í broddi fylkingar voru álfakóngur og -drottning ásamt tveimur hirðmeyjum svo voru jólasveinar og grýla og leppalúði með í för. Gaman var að sjá hversu margir tóku þátt.



Í reiðhöllinn beið svo þetta fína kökuborð og kakó sem allir gerðu góð skil. Krakkarnir höfðu bakað í skólanum og foreldrar barna í æskulýðsstarfi Þyts komu líka með fullt af kökum. Þeim er seint fullþakkað þessum frábæru foreldrum sem eru svona dugleg að baka og taka þátt í starfinu.





Grýla hafði ekki hugmynd um hvernig hún ætti að snúa í hnakknum. Leppalúði stendur bara stjarfur hjá.


Það var teymt undir börnunum, sem féll í mjög góðan jarðveg.

Svo söng Bergþóra Einarsd. eitt lag og Ingunn og Valdi líka eitt lag, öll við undirleik Elinborgar. Þökkum við þeim vel fyrir mjög fallegan flutning.


Að lokum sungu svo allir krakkarnir úr skólanum nokkur lög við undirleik Pálínu.

Bestu þakkir fyrir skemmtilega stund.


Flettingar í dag: 2032
Gestir í dag: 87
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1419219
Samtals gestir: 74876
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 12:19:55