20.02.2012 08:55

Styttist í Ís-landsmótið á Svínavatni



Laugardaginn 3. mars næstkomandi verður haldið Ís-landsmót á Svínavatni í Austur-Húnavatnssýslu. Keppt verður í A og B flokki og opnum flokki í tölti. Fyrirkomulag með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár og verða nánari upplýsingar birtar þegar nær dregur á hestanetmiðlum og á
heimasíðu mótsins.

Nú stendur yfir söfnun styrktaraðila og  ljóst er að verðlaunafé verður a.m.k. það sama og undanfarin ár eða samtals 480.000 krónur, auk bikara fyrir átta efstu sætin í hverjum flokki.

Skráningagjöld verða óbreytt, 3.000. kr. á skráningu. Nú hefur allan snjó tekið upp af vatninu og ísinn sléttur og hnausþykkur eftir mikil frost framan af vetri.

Flettingar í dag: 2687
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 643
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1907541
Samtals gestir: 87587
Tölur uppfærðar: 18.5.2025 19:38:37