23.02.2012 08:39
Ísólfur sigraði fjórganginn í Meistaradeild Norðurlands

Fyrsta mótið í Meistaradeild Norðurlands var haldið í gærkvöldi í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Fjórir Þytsfélagar tóku þátt og tveir komust alla leið í A-úrslit og það var Þytsfélaginn Ísólfur Líndal sem sigraði fjórganginn á hestinum Kristófer frá Hjaltastaðahvammi með einkunnina 7,47 eftir að hafa farið erfiðu leiðina og komið upp úr B-úrslitunum, frábær árangur hjá þessu pari. Annar Þytsfélagi stóð sig líka mjög vel en Fanney Dögg og Grettir komust beint í A-úrslit eftir forkeppni og enduðu í 6. sæti með einkunnina 7,0
Úrslit urðu eftirfarandi:
A-úrslit:
Ísólfur Líndal Þórisson - Kristófer frá Hjaltastaðahvammi 7,47
Ólafur Magnússon - Gáski frá Sveinsstöðum 7,40
Sölvi Sigurðsson - Óði- Blesi frá Lundi 7,37
Bjarni Jónasson - Roði frá Garði 7,23
Baldvin Ari Guðlaugsson - Senjor frá Syðri Ey 7,13
Fanney Dögg Indriðadóttir - Grettir frá Grafarkoti 7,0
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 766
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 6167
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 1754601
Samtals gestir: 83914
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:13:00