07.03.2012 22:58
Húnvetnska liðakeppnin - fimmgangur og tölt
Næsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar er fimmgangur í 1. og 2. flokki og tölt T7 í 3. flokki og tölt T3 í unglingaflokki, fædd 1995 og seinna (fegurðartölt í staðin fyrir yfirferðartölt) en það verður föstudaginn 16. mars nk og verður að vera búið að skrá á miðnætti þriðjudagsins 13. mars. Skráning er hjá Kollu á mail: kolbruni@simnet.is. Í fimmgangi verða tveir inn á í einu og verður stjórnað af þul. Prógrammið er, tölt, brokk, stökk, fet og skeið (skeiðið eru tveir sprettir fjær áhorfendum og einn í einu). Töltið verður einnig stjórnað af þul og það verður ekki snúið við og er prógrammið í tölti T7 hægt tölt og svo frjáls ferð á tölti. Í tölti T3 er prógrammið hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt.
Í mótaröðinni mega knapar ekki keppa á sama hesti í sömu grein, td má unglingur ekki keppa í tölti á einu móti og fullorðinn á öðru móti í mótaröðinni, sama á við um tölt T7 osfrv.
Skráningargjaldið er 1.500 fyrir fullorðna og 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri og verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.
Aðgangseyrir er 1.000 en frítt fyrir 12 ára og yngri.
Mótanefnd
Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 888
Gestir í dag: 99
Flettingar í gær: 384
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 1421183
Samtals gestir: 75037
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 08:54:47