25.03.2012 21:20

Grunnskólamót - úrslit

Þriðja og síðasta mótið í Grunnskólamótaröðinni var haldið í dag í Reiðhöllinni á Blönduósi. Frábær þátttaka var, góð stemming og veður gott, þótt það hafi rignt í örstutta stund þá létu krakkarnir það ekki á sig fá. Frábært að sjá hvað krakkarnir eru orðnir liprir reiðmenn hvort sem það er í tölti, fjórgangi, þrautabraut, smala eða skeiði. 

Æskulýðsnefndir félaganna standa að þessari mótaröð. Þátttökurétt hafa börn og unglingar á grunnskólaaldri á svæðinu og keppa þau í nafni þess skóla sem þau stunda nám við, skólarnir eru alveg ótengdir mótunum að öðru leiti.

Varmahlíðarskóli vann stigakeppnina 4. skiptið í röð (allaf unnið) og óskum við þeim innilega til hamingju með það. En við vorum rétt á eftir þeim, var mjótt á munum á öllum mótunum, svo þetta vera skemmtilega spennandi.


Stigakeppnin fór svo:
1. sæti Varmahlíðarskól með 105 stig
2. sæti Grunnskóli Húnaþings vestra  með 94 stig
3. sæti Húnavallaskóli með 78 stig
4. sæti Árskóli með 42 stig
5. sæti Blönduskóli með 39 stig
6. sæti Grunnskólinn Austan Vatna 21 stig

Einstaklingskeppnina unnu:
1.-3. bekk  - Björg Ingólfsdóttir  með 30 stig
4.-7. bekk  -  Ingunn Ingólfsdóttir   með 18 stig
8.-10 bekk  -   Ásdís Ósk Elvarsdóttir  með 27 stig

Innilega til hamingju með flottan árangur í vetur.
Hestamannaféagið Þytur og Æskulýðsnefnd Þyts vill þakka öllum keppendum, starfsmönnum, foreldrum og áhorfendum kærlega fyrir skemmtunina og hjálpina og fyrir frábæra daga á mótunum, án ykkar er þetta ekki framkvæmanlegt. 


Úrslit í dag urðu þessi:


Þrautabraut 1. - 3. bekkur
  
nr.    Nafn    Skóli    bekkur    Hestur
1    Björg Ingólfsdóttir    Varmahlíðarskóli    3    Skipper frá Enni
2    Bryndis Jóhanna Kristinsdóttir     Gr. Húnaþings vestra    2    Raggi frá Bala
3    Katrín Ösp Bergsdóttir     Gr. sk. Austan vatna    2    Von frá Hofsstaðaseli
4    Olga María Rúnarsdóttir    Húnavallaskóli    3    Fiðringur frá Hnausum
5    Júlía Kristín Pálsdóttir    Varmahlíðarskóli    3    Náð frá Flugumýri II
6    Iðunn Eik Sverrisdóttir    Húnavallaskóli    2    Fjóla frá Lækjarskógi
7    Bjartmar Dagur Bergþórsson     Blönduskóli    3    Fagrajörp
8    Einar Pétursson    Húnavallaskóli    2    Jarl frá Hjallalandi
9    Hlíðar Steinunnarson     Blönduskóli    3    Blíðfari


    Smali 4. - 7. bekkur               
              
    Nafn    Skóli    bekkur    Hestur    tími
1    Magnea Rut Gunnarsdóttir    Húnavallaskóli    7    Sigyn frá Litla Dal    36,34
2    Sólrún Tinna Grímsdóttir    Húnavallaskóli    6    Frosti frá Flögu    38,18
3    Ásdís Freyja Grímsdóttir    Húnavallaskóli  4  Kæla frá Bergsstöðum    38,75
4    Leon Paul Suska    Húnavallaskóli    7    Neisti frá Bolungarvík    39,21
5    Eysteinn Tjörvi Kristinsson    Gr. sk. Húnaþings     4    Raggi frá Bala    42,15
6    Lilja Maria Suska    Húnavallaskóli    5    Laufi frá Röðli    42,44
7    Ásdís Brynja Jónsdóttir    Húnavallaskóli    7    Ör frá Hvammi    47,96
8    Viktor J. Kristófersson  Gr. sk. Húnaþings  7    Flosi frá Litlu-Brekku    48,93
9    Karítas Aradóttir    Gr. sk. Húnaþings     7    Gyðja frá Miklagarði    56,4
10    Guðmar Freyr Magnússon     Árskóli    6    Frami frá Íbishóli     58,65
                


    Smali 8. - 10. bekkur              

    Nafn    Skóli    bekkur    Hestur    tími
1    Ásdís Ósk Elvarsdóttir    Varmahlíðarskóli 8  Tenór frá Syðra-Skörðugili    34,96
2    Ragna V. Vésteinsdóttir    Varmahlíðarskóli    9    Blesi frá Litlu-Tungu II    36,21
3    Rakel Ósk Ólafsdóttir    Gr.sk. Húnaþings v    10    Rós frá Grafarkoti    36,78
4    Anna B. Vagnsdóttir    Varmahlíðarskóli    8   Móalingur frá Leirubakka    36,85
5    Gunnar Freyr Gestsson Varmahlíðarskóli 10 Styrnir f Hallgeirseyjarhjáleigu    38,31
6    Friðrún Fanný Guðmundsdóttir    Húnavallaskóli    10    Kalli    38,37
7    Fríða Björg Jónsdóttir   Gr.sk. Húnaþings v    Ballaða frá Grafarkoti    38,75
8    Birna Olivia Agnarsdóttir   Gr.sk. Húnaþings v 10 Funi frá Fr.-Fitjum    43,9

9    Hanna Ægisdóttir    Húnavallaskóli    10    Perla frá Reykjum    44,31



    Skeið                
                   
nr.    Nafn    skóli    bekkur    Hestur    tími
1    Þórdís Inga Pálsdóttir    Varmahlíðarskóli    8    Boði frá Flugumýri II    4,03
2    Kristófer Smári Gunnarsson  Gr.sk.Húnaþings v 9    Kofri frá Efri-Þverá    4,21
3    Haukur Marian Suska    Húnavallaskóli   10    Tinna frá Hvammi 2    4,34
4    Helga Rún Jóhannsdóttir Gr. sk. Húnaþings v 10  Hvirfill frá Bessastöðum    4,34
5    Eva Dögg Pálsdóttir  Gr. sk. Húnaþings vestra 8 Kapall frá Grafarkoti    4,46

   


Krakkarnir samankomin eftir mótið en einhverjir voru farnir heim eða að ganga frá hestunum. Í heildina voru milli 60-70 krakkar að taka þátt í hverju móti fyrir sig í vetur. Glæsilegur hópur sem við megum vera stolt af. Til hamingju með flottan árangur í vetur. Hlökkum til að sjá ykkur næsta vetur.


Eins og í fyrra þá voru veðlaunapeningarnir gerðir í FabLab vinnustofunni á Sauðárkróki Þeir eru hannaðir og heimasmíðaðir úr plexigleri en hugmynda af þeim fékk
Kristín Brynja Ármannsdóttir




fyrir mótið í fyrra  þegar hún heimsótti verknámshús Fjörlbrautarskóla Norðurlands vestra þar sem FabLab vinnustofa er staðsett. Sigríður Ólafsdóttir í Viðidalstungu hannaði hestinn og Kristín vann síðan peninginn í tölvu og skar hann út í FabLab vinnustofunni.
Færum við þeim Kristínu og Sigríði bestu þakkir fyrir, aldeilis frábær hugmynd, skemmtileg og öðruvísi.

Flettingar í dag: 2133
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 6580
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 1551568
Samtals gestir: 79516
Tölur uppfærðar: 28.1.2025 04:11:06