01.04.2012 18:43
Myndir frá Stórsýningunni

Komnar eru rosalega margar myndir frá stórsýningunni inn í myndalbúm hér á síðunni sem Guðný og Lillý tóku. Sýningin var fjölbreytt og skemmtileg, fram komu glæsileg hross og flottir knapar, æfð hópatriði bæði karla og kvenna en Dívurnar og Svörtu folarnir sýndu skemmtileg atriði með flóknum fléttum, hestafimleikar þar sem Kathrin og Irina komu fram í myrkri með neon ljós, krakkarnir sýndu hvað þau hafa verið að læra í knapamerkjunum hjá Fanney, nokkur ræktunarbú komu fram, samspil manns og hests getur verið einstakt og voru 2 atriði sem sýndu það vel og slóu í gegn, grínatriði, skeið, alhliðahross og klárhross ofl.
Sýninganefndin stóð sig frábærlega í undirbúningi og Nína og hennar konur voru með ljúffengar vöfflur og kakó til sölu í sjoppunni.
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 2550
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 643
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1907404
Samtals gestir: 87585
Tölur uppfærðar: 18.5.2025 15:09:40