03.04.2012 13:43

Húnvetnska liðakeppnin - lokamótið 2012


Lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar er tölt, keppt verður í 1., 2. og 3. flokki og unglingaflokki í tölti T3 (fegurðartölt í staðin fyrir yfirferðartölt). Mótið verður laugardaginn 14. apríl og hefst kl. 13.30 og verður að vera búið að skrá á miðnætti miðvikudagsins 11. apríl. Skráning er hjá Kollu á mail: kolbruni@simnet.is. Það verða tveir inn á í einu og verður stjórnað af þul. Prógrammið er, hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt. Ekki verður snúið við. Við skráningu þarf að koma fram kt knapa, IS númer hests, fyrir hvaða lið knapi keppir og upp á hvora höndina skal riðið.  
Í mótaröðinni mega knapar ekki keppa á sama hesti í sömu grein, td má unglingur ekki keppa í tölti á einu móti og fullorðinn á öðru móti í mótaröðinni, sama á við um tölt T7 osfrv.

Skráningargjaldið er 2.000 fyrir fullorðna og 1.000 fyrir unglinga 17 ára og yngri og verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Aðgangseyrir er 1.000 en frítt fyrir 12 ára og yngri.

Mótanefnd



Flettingar í dag: 32
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 4943
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 1574738
Samtals gestir: 79743
Tölur uppfærðar: 4.2.2025 01:32:31