05.04.2012 08:00

Þytsheimatölt 9. apríl nk.

Töltmót verður í Þytsheimum, mánudaginn 9. apríl nk. og hefst kl. 13.00. Keppt verður í tölti T7 í barnaflokki (börn fædd 1999 og síðar), og tölti T3 (fegurðartölt í staðin fyrir yfirferðartölt) í unglingaflokki (1995 - 1998), 3. flokki, 2. flokki og 1. flokki. Skráning á thytur1@gmail.com og skal lokið fyrir miðnætti laugardagsins 7.apríl. Fram þarf að koma kennitala knapa, IS númer hests, flokkur og upp á hvora hönd skal riðið. Ekki verður snúið við eftir hæga töltið. Skráningagjöld eru 1.500 fyrir fullorðna en 1.000 fyrir börn og unglinga 1. skráning en 500 2. skráning. Skráningagjöld má greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 fyrir mót.

Aðgangseyrir 500, frítt fyrir 12 ára og yngri

Flettingar í dag: 6480
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 5793
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 1766108
Samtals gestir: 83970
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 20:35:56