04.05.2012 12:32

Framkvæmdir á kynbótabraut

 

Þessa dagana stendur Þytur fyrir heilmiklum framkvæmdum á kynbótabrautinni.
Leitað var eftir hugmyndum nokkurra kynbótaknapa um hvernig mætti gera brautina sem best úr garði. Var út frá því ákveðið að brjóta brautina upp, hefla og setja loks 5 cm lag af fínni möl ofan á. Hingað til hefur brautin verið vikurbraut og er því enn þónokkur vikur undir malarlaginu sem veitir góða dempun.
Upphitunarbraut hefur einnig verið brotin upp og verður sama efni sett á hana og í brautina sjálfa þannig að nú er hægt að hita upp á samskonar efni og er í kynbótabrautinni sjálfri.
Til viðbótar hefur kynbótabrautin verið færð lengra til suðurs ásamt því að opnað hefur verið fyrir aðra innkomu inn á brautina að norðan. 

Fleiri myndir hér

Héraðssýning kynbótahrossa verður á Hvammstanga dagana 21. - 25. maí nk.

Flettingar í dag: 2032
Gestir í dag: 87
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1419219
Samtals gestir: 74876
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 12:19:55