14.06.2012 19:51

Þolreið á landsmóti



Laugardaginn 30. júní verður haldin þolreið frá félagssvæði Harðar að landsmótssvæðinu og endað á stóra hringvellinum á félagssvæði Fáks. Það geta allir tekið þátt á vel þjálfuðum reiðhestum en þolreið í þessari mynd er haldin árlega á íslenskum hestum um alla Evrópu.

Vegleg verðlaun eru í boði en fyrir fyrsta sæti eru veittir flugmiðar til Evrópu með Iceland Express. Einnig veitir Hestaleigan Laxnes veglega bikara fyrir fyrsta til þriðja sæti.

Þetta verður einstaklingskeppni en ekki liðakeppni og hvetjum við þá sem áhuga hafa á þátttöku að skrá sig á netfangið irmasara@simnet.is. Þar þarf að koma fram nafn á knapa og kennitala, nafn á hesti og IS-númer. Þátttökugjald er einungis 2000 krónur og skulu lagðar inn á reikning Landsmóts ehf. 515-26-5055, kt. 501100-2690. Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 22. júní.

Flettingar í dag: 749
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1417936
Samtals gestir: 74854
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:29:37