19.06.2012 18:58
Firmakeppni Þyts 2012
Dómarar þetta árið voru Rakel Runólfsdóttir og Sesselja Aníta Ellertsdóttir. Stóðu þær sig bæði fagmannlega og vel.
Þátttakandi í pollaflokki var aðeins einn í ár og virðist því sem Þytsfélagar verði að fara að halda sig betur að verki í barneignum.
Þátttakandi þessi var:
Linda Rún Sigurbjartsdóttir á Frigg frá Fögrubrekku
Úrslit í keppninni voru eftirfarandi:
Barnaflokkur
1. Anna Herdís Sigurbjartsdóttir á Frigg frá Fögrubrekku, keppti fyrir Steypustöðina
2. Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir á Auði frá Grafarkoti, keppti fyrir Gistiheimili Hönnu Siggu
3. Karítas Aradóttir á Gyðju frá Miklagarði, keppti fyrir Urðun ehf.
Unglingaflokkur
1. Fríða Björg Jónsdóttir á Skugga frá Brekku, keppti fyrir Leirhús Grétu
2. Kristófer Smári Gunnarsson á Óttari frá Efri-Þverá, keppti fyrir Selasetrið
3. Helga Rún Jóhannsdóttir á Prins frá Hesti, keppti fyrir Melstaðarkirkju
Kvennaflokkur
1. Fanney Dögg Indriðadóttir á Drápu frá Grafarkoti, keppti fyrir Stóru-Ásgeirsá
2. Herdís Einarsdóttir á Ræmu frá Grafarkoti, keppti fyrir Búrfellsbúið
3. Gréta Brimrún Karlsdóttir á Dropa frá Áslandi, keppti fyrir Bessastaði
Karlaflokkur
1. Elvar Logi Friðriksson á Byr frá Grafarkoti, keppti fyrir Jón Böðvarsson Syðsta-Ósi
2. Jóhann Birgir Magnússon á Unun frá Vatnshömrum, keppti fyrir Lækjamót
3. Sverrir Sigurðsson á Rest frá Efri-Þverá, keppti fyrir Tvo Smiði
Viljum við þakka þeim fyrir sem styrktu okkur, öllum sem tóku þátt, sem og öðrum sem komu að keppninni.
Firmakeppnisnefnd