06.07.2012 10:55
Íslandsmót yngri flokka
Hestamannafélagið Geysir mun halda Íslandsmót Yngriflokka á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 25-29 júlí 2012. Mótið er öllum opið sem eru 21 árs og yngri. Keppt verður í öllum hefðbundnum flokkum hestaíþróttana og aldursskipt í barnaflokk, unglingaflokk og ungmennaflokk eins og venjan er. Nú er um að gera að taka þátt og ná sér í dýrmæta keppnisreynslu á einu stærsta íþróttamóti ársins. Nánari upplýsingar um skráningu, dagskrá og aðrar upplýsingar um mótið munu svo koma fljótlega eftir landsmót og þegar nær dregur Íslandsmóti.
Fjölmennum og hittumst hress og kát á Gaddstaðaflötum í lok júlí.
Aðalstyrktaraðilar mótsins eru:
Margrétarhof ehf
Lúðvík Bergmann(Búaðföng, Bakkakot, Foss og Hungurfit)
Mótanefndin