22.07.2012 13:16
Fákaflug 2012

Fákaflug 2012 verður haldið á Vindheimamelum dagana 3.- 5.ágúst n.k.. Keppt verður í A-flokk, B-flokk, ungmennaflokk, unglingaflokk, barnaflokk, 100m, 150m og 250m skeiði (rafrænar tímatökur í öllum greinum) og tölti. Sérstök forkeppni, 2-3 inná í einu.
Skráningar skal senda á netfangið fjola@krokur.is fyrir kl.16.00 miðvikudaginn 1. ágúst. Gefa þarf upp keppnisgrein, nafn og kennitölu knapa og IS númer hrossins.
Skráningargjald er kr. 3.000,- á hverja skráningu og skal það greiðast inn á reikning 161-26-1630, kt.520705-1630 með nafni knapa í skýringu og senda staðfestingu í tölvupósti á fjola@krokur.is.
Mótið hefst seinnipart föstudagsins á forkeppni í tölti og keppni í skeiði. Dagskrá auglýst nánar síðar.
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 1246
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 6167
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 1755081
Samtals gestir: 83914
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:34:55