24.07.2012 15:31
Opið hestaíþróttamót
Héraðsmót USAH í hestaíþróttum verður haldið 28. júlí nk. á Neistavelli.
Keppt verður í fjórgangi, fimmgangi, tölti, T2, gæðingaskeiði og 100 m skeiði, fjórgangi ungmenna, unglinga og barna.
Mótið er opið fyrir alla.
Ef ekki er næg þátttaka í einhverri keppnisgrein áskilur mótanefnd sér rétt til að fella niður þá grein.
Skráningar á mótið skulu berast á netfangið neisti.net@simnet.is fyrir kl. 22.00 fimmtudagskvöldið 26. júlí.
Keppt verður í fjórgangi, fimmgangi, tölti, T2, gæðingaskeiði og 100 m skeiði, fjórgangi ungmenna, unglinga og barna.
Mótið er opið fyrir alla.
Ef ekki er næg þátttaka í einhverri keppnisgrein áskilur mótanefnd sér rétt til að fella niður þá grein.
Skráningar á mótið skulu berast á netfangið neisti.net@simnet.is fyrir kl. 22.00 fimmtudagskvöldið 26. júlí.
Skráningargjöld verða 1.500 kr fyrir fyrstu skráningu og 1.000 kr eftir það. Börn og unglingar borga 800 kr.
Við skráningu þarf að koma fram IS-númer hests, kennitala knapa og keppnisgrein.
Skráningargjald leggist inn á reikningsnúmer 0307-26-055624, kt. 480269-7139 sama dag og skráð er og þar þarf að koma fram fyrir hvaða knapa/hesta er verið að borga og senda kvittun á áðurnefnt netfang.
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 1286
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1418473
Samtals gestir: 74871
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:50:38