04.10.2012 11:40

Uppskeruhátíð barna og unglinga

 

 



Laugardaginn 27. október kl. 13-15 verður Æskulýðsnefndin með uppskeruhátíð fyrir börn og unglinga sem tóku þátt í starfinu hjá Þyti síðastliðinn vetur og sumar.

Veittar verðar viðurkenningar fyrir þátttökuna í starfinu, greint frá því hvað verður framundan og tekið við skráningum í námskeið vetrarins. Að venju munum við svo gæða okkur á kræsingum og munum við enn og aftur leita til frábærra foreldra og aðstandenda barnanna um að hjálpa okkur með að gera borðið sem girnilegast. Við getum seint þakkað frábær viðbrögð foreldra og forráðamanna við hvers konar aðstoð sem þeir eru fúsir að veita í æskulýðsstarfinu.

Vonumst til að sjá sem flesta sem tóku þátt í hestafimleikunum, reiðþjálfun, Knapamerkjum, sýningum, keppnum og öðru skemmtilegu sem við gerðum á árinu. Bæði börnin og unglingana og aðstandendur þeirra.

Nefndin

Flettingar í dag: 1246
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 6167
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 1755081
Samtals gestir: 83914
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:34:55