08.12.2012 13:15

Sirkus

Í gær voru krakkarnir í hestafimleikunum með Sirkus sýningu í íþróttahúsinu á Laugarbakka. Í myndaalbúminu eru skemmtilegar myndir af sýningunni.  Irina Kamp og Kathrin Scmitt hafa verið með vikulegar æfingar í haust fyrir um 30 krakka, sem sýndu ýmsar listir í sirkusnum. Það hafa verið vikulegar æfingar í haust í íþróttahúsinu og eftir áramót hefjast æfingar í reiðhöllinni á Hvammstanga þar sem krakkarnir munum æfa fimleika á hestum.

 

Námskeið á vegum Æskulýðsstarf Þyts í vetur:

Eins og áður hefur verið auglýst verða nokkur námskeið fyrir krakkana í vetur. Námskeiðin hefjast í byrjun febrúar. Enn eru nokkur laus pláss í námskeiðin, en þau eru:

Keppnisþjálfun, Reiðþjálfun fyrir minna vana, Reiðþjálfun fyrir meira vana, Byrjendahópur 9 ára og yngri og Fimleikar á hesti. Auk þess verður verklegi hluti í Knapamerki 2.

Þið sem viljið fá nánari upplýsingar um námskeiðin eða skrá á þau, endilega sendið okkur tölvupóst í netfangi thyturaeska@gmail.com.

 

Flettingar í dag: 1316
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 10727
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 1748984
Samtals gestir: 83828
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 04:23:44