01.02.2013 23:36
Ísmót á Gauksmýri
Dagskrá Tjarnartöltins á morgun, mótið hefst klukkan 13.30, úrslit í hverjum flokki verða strax eftir hverja grein. Prógrammið í tölti er ein ferð fram og til baka á hægu tölti, ein ferð fram og til baka hraðabreytingar og að lokum ein ferð fram og til baka hratt tölt. Unghrossakeppnin eru 2 ferðir fram og til baka frjáls reið.
Tölt barna og unglingaflokkur
Tölt 2. flokkur
Tölt 1. flokkur
Unghrossaflokkur
Veitingasala verður í veitingasalnum á Gauksmýri.
Allir að mæta og taka þátt í fyrsta móti ársins og hafa gaman saman.
Ef fella þarf mótið niður birtist það á heimsíðu Þyts á laugardagsmorgun.
Sveitasetrið Gauksmýri og Hestamannafélagið Þytur