04.02.2013 12:29
Leiðsögn fyrir mót!
Þá er að bresta á fyrsta mót vetrarins í liðakeppninni . Ákveðið hefur verið, ef áhugi er fyrir hendi, að bjóða upp á stutta keppnis- leiðsögn fyrir mótið. Fer hún fram miðvikudagskvöldið 6. febrúar í Þytsheimum. Leiðbeinandi verður Ísólfur Líndal Þórisson reiðkennari. Hver og einn fær 20 mínútna einkakennslu þar sem Ísólfur fer yfir prógrammið með viðkomandi og leiðbeinir um hvað betur mætti fara. Skiptið kostar 3.000 kr.
Skráning er hjá Maríönnu í síma 896 3130 og Öldu í síma 847 8842. Síðasti skráningardagur er þriðjudagskvöldið 5.febrúar.
Fræðslunefnd Þyts
Skrifað af Maríanna
Flettingar í dag: 3068
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 10727
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 1750736
Samtals gestir: 83844
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:58:31