05.02.2013 12:25
Reiðmaðurinn
Endurmenntun LbhÍ mun nú fljótlega taka ákvörðun um hvar skuli bjóða uppá Reiðmanninn næstkomandi haust 2013. Reiðmaðurinn er vinsælt tveggja ára nám sem hægt er að taka með vinnu eða öðru námi og er metið til framhaldskólaeininga. Það skiptist í fjórar verklegar vinnuhelgar á önn, samveru í upphafi náms og einni bóklegri helgi á önn á Hvanneyri. Námið er fyrir einstaklinga sem hafa náð 16/17 ára aldri og unnið er með eigin hest!
Allar nánari upplýsingar um námið og kröfurnar má finna á heimasíðunni http://www.lbhi.is/pages/1698 (síða er tilheyrir Endurmenntun LbhÍ).
Námið er gjarnan boðið fram í samvinnu við hestamannafélög eða reiðhallir. Að jafnaði er hægt að fara af stað með námið séu 12-14 þátttakendur til staðar, reiðhöll og hesthúsaðstaða. Staðan er þó metin í hvert sinn miðað við fjölda áhugahópa, því ekki er farið af stað með marga nýja hópa á hverju ári, sem og aðgang, tíma og áhuga kennara.
Þeir sem hafa áhuga á að fá námið til sín og skoða möguleikana frekar eru beðnir að hafa samband við undirritaða verkefnastjóra námsins hjá Endurmenntun LbhÍ - asdish@lbhi.is eða í síma 433 5000. Undirrituð veitir einnig frekari upplýsingar ef spurningar vakna.