07.04.2013 15:09
Nýr íslenskur reglupakki gefinn út 1. apríl
Hér fyrir eru nýjustu breytingar á reglum sem varða keppni í hestaíþróttum og gæðingakeppni. Mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar ákvað að klára keppnistímabilið mv eldri reglur. En núna er þetta komið í gildi og gott fyrir knapa að fara yfir.
Keppnisnefnd LH hefur tekið saman helstu breytingar sem gerðar hafa verið fyrir keppnistímabilið 2013 og varða keppni í hestaíþróttum og gæðingakeppni. Einnig er hnykkt á atriðum sem komið hafa upp. Á þingi LH í Reykjavík í haust voru eftirfarandi breytingar samþykktar;
Almennt:
AF GEFNU TILEFNI skal einnig ítrekað að við upptöku FIPO á Íslandi var sú undantekning samþykkt að knapar mættu ekki keppa bæði í A og B úrslitum í sömu grein á sama móti á sitthvorum hestinum. Sjá grein: 8.4.8. bls 67 í útgáfu 2011-1. "(hafi knapi komið fleiri en einum hesti í úrslit, A eða B úrslit, skal hann ákveða á hvorum/hvaða hesti/um hann hefur keppni í úrslitum. Laus sæti í þeim úrslitum má fylla með næstu keppendum. Ef einn eða tveir eru jafnir í næsta sæti skulu þeir alilr færast í þau úrslit)" Svo þetta er eftir sem áður ekki heimilt á Íslandi. Einnig var samþykkt á FEIF þinginu að frá og með 2014 verði þetta einnig með þessun hætti erlendis.
Keppnisnefnd áætlar að kynna hinar léttari keppnisgreinar betur fyrir vorið. Vakni spurnignar má hafa samband í hestvit@hestvit.is.
Keppnisnefnd LH hefur tekið saman helstu breytingar sem gerðar hafa verið fyrir keppnistímabilið 2013 og varða keppni í hestaíþróttum og gæðingakeppni. Einnig er hnykkt á atriðum sem komið hafa upp. Á þingi LH í Reykjavík í haust voru eftirfarandi breytingar samþykktar;
- Breytingar á aldursmörkum barnaflokks. Barnaflokkurinn er nú fjögur ár, eins og unglinga og ungmennaflokkur. Börn mega ríða barnaflokk 10 ára til og með 13 ára. Mælst er til þess að yngri börn ríði pollaflokka og að félögin bjóði upp á keppni í keppnisgreinum fyirr svonefnda polla, 9 ára og yngri. Þetta á við bæði gæðinga og íþróttakeppni.
- Samþykkt var að dæma ætti knapa úr leik sem tekur baug eða snýr við, eftir að hafa verið kallaður fram til keppni í gæðingaskeiði og 100 m skeiði. (Á þingi FEIF lagði Ísland fram samhljóða breytingu sem samþykkt var í sportnefnd og verður þá í framhaldinu samþykkt á næsta þingi 2014 og tekur þá gildi erlendis einnig)
- Samþykkt var að afskrá þyrfti úr forkeppni a.m.k. klukkustund fyrir upphaf greinar. Vanræksla á því orsakar rautt spjald og mögulegt keppnisbann. Ítrekað skal að bannað er að skipta um hest í grein. Þarf þá að afskrá skráðan hest og nýskrá þann nýja sem fer þá fremst í rásröð.
- Frá og með árinu 2013 skal sannreyna með aflestri örmerkis að réttur hestur mæti til keppni.
- Lágmörk í Meistaraflokki falla niður þannig að hverjum sem þar langar að keppa er það heimilt.
- Undanfarið hefur verið mikil umfjöllun um flokkaskiptingu í íþróttakeppni. Keppnisnefnd lagði til á þinginu, í stað þess að bæta við enn einum flokki, að benda mótshöldurum á að nota í auknum mæli léttari keppnisgreinar til að hvetja byrjendur í keppni til að mæta í keppni. Í framhaldi af því mun uppröðun á keppnisgreinum verða breytt í íslenska reglupakkanum þannig að auðveldara sé fyrir mótshaldara og keppendur á að átta sig á þessum greinum og nota þær. Keppnisnefnd áætlar að standa að enn frekari kynningu á þessu fyrirkomulagi með vorinu.
- Í sérstakri samþykkt var á Landsþingi LH reynt að skýra frekar hvernig skal enda keppni í gæðingakeppni á svokölluðum Þ velli, sjá grein 7.4.3.
- Ennfremur var samþykkt að á Lands og fjórðungsmótum væri það hesturinn sem ynni sér keppnisrétt í skeiðgreinum en ekki parið eins og að öðru leyti gildir.
- Á Landsþingi LH var skorað á keppnisnefnd að beita sér fyrir því að breyting á halla í beygjum sem gerð var á FEIF þingi 2012 yrði afturkölluð. Þetta gerði keppnisnefnd og var það samþykkt þar að halli mætti vera allt að 7.5% eins og áður var. Þetta þarf samt sem áður að fara fyrir FEIF þing 2014. Ítrekað skal samt að þetta á einungis við nýja velli, gamlir vellir eru löglegir eins og þeir eru.
- Samþykkt var á þingi LH að dæma knapa úr leik sem tvisvar sinnum eða oftar gerir sýningu viljandi ógilda, sjá nánar í reglum. Grein 2.7.4.4.
- Mótshaldarar skulu sækja um dómara til dómarafélagana (HÍDÍ/GDLH) að lágmarki fjórum vikum fyrir mót til að mótin séu lögleg og fái skráningu í Sportfeng. Dómarfélögin bera ábyrgð á að manna öll lögleg mót sem haldin eru. Dómarafélögum ber að vera í sambandi við mótshaldara og ber dómurum að tilkynna forföll til dómarafélaga.
- Dómarar sem án gildrar ástæðu mæta ekki til starfa og tilkynna ekki forföll eiga á hættu að missa dómararéttindin í allt að sex mánuði. Sama gildir ef dómar sýni vítaverða framkomu gagnvart keppendum, starfsmönnum eða áhorfendum. Dómarar skulu tilkynna forföll með amk 3 sólarhringa fyrirvara til dómarafélaganna.
- Keppnisréttur í tölti á Landsmóti skal vinnast í T1, þ.e. ekki er hægt að ná þátttökurétti í T3.
- Bætt er við ákvæði um innanhússmót, að þau þar gildi ekki reglur um vallarstærð, að öðru leyti gilda allar almennar keppnisreglur sbr lagagrein um innanhússmót.
- Á þingi FEIF í Strassbourg var eftirfarandi samþykkt:
- Gengur í gildi 2013: Heimild til að breyta gangtegundaröð í úrslitum í fjór og fimmgangi er felld niður, þ.e. ríða skal í t.d. fjórgangi: tölt, brokk, fet, stökk og greitt tölt og í fimmgangi: tölt, brokk, fet, stökk og skeið. Þessi heimild hefur nánast aldrei verið notuð og er því felld úr gildi.
- Gengur í gildi 2013: Þá var sett inn regla um að sá knapi sem hefur besta tímann megi velja sér bás í startbásum í kappreiðum.
- Skal prófað 2013: Samþykkt var að gera tilraun í T3 með að ríða hraðabreytingar, einn og einn í einu eftir þul á sömu langhliðinni, álíka og í skeiði nema ekki er ætlast til að keppendur stöðvi hesta sína á milli hraðabreytinga. Svo mótshöldurum er bent á að prófa þetta. Þetta er tilraun til að auka samræmi í dómum á hraðabreytingum sem oft verða misjafnir þar sem dómarar dæma sitthvora hraðabreytinguna og sjá aldrei allt í einu.
- Fara til samþykktar og í gildi 2014 erlendis: Samþykktar voru allar tillögur sem komu frá Íslandi, sbr að ofan með að dæmt skuli úr leik fari knapi baug eða snúi við, eftir að hafa verið kallaður í braut í gæðingaskeiði og/eða 100 m skeiði, gefið skal rautt spjald og keppnisbann tilkynni keppendur ekki forföll amk klukkustund fyrir upphaf forkeppni sem og tillögur okkar um að heimila aftur allt að 7.5% halla í beygjum á hringvöllum.
- Fara til samþykktar og í gildi 2014: Knapi í ungmennaflokki sem verður heimsmeistari hefur rétt á að koma og verja titil sinn á næsta HM, að því tilskilduu að hann sé ennþá í ungemmanflokki. Sé keppandi kominn í fullorðinsflokk fellur rétturinn niður.
- Fara til samþykktar og í gildi 2014: Á World Ranking mótum skulu 3 dómarar vera alþjóðlegir, þar af 1 búsettur í öðru landi (voru 2)
Almennt:
AF GEFNU TILEFNI skal einnig ítrekað að við upptöku FIPO á Íslandi var sú undantekning samþykkt að knapar mættu ekki keppa bæði í A og B úrslitum í sömu grein á sama móti á sitthvorum hestinum. Sjá grein: 8.4.8. bls 67 í útgáfu 2011-1. "(hafi knapi komið fleiri en einum hesti í úrslit, A eða B úrslit, skal hann ákveða á hvorum/hvaða hesti/um hann hefur keppni í úrslitum. Laus sæti í þeim úrslitum má fylla með næstu keppendum. Ef einn eða tveir eru jafnir í næsta sæti skulu þeir alilr færast í þau úrslit)" Svo þetta er eftir sem áður ekki heimilt á Íslandi. Einnig var samþykkt á FEIF þinginu að frá og með 2014 verði þetta einnig með þessun hætti erlendis.
Keppnisnefnd áætlar að kynna hinar léttari keppnisgreinar betur fyrir vorið. Vakni spurnignar má hafa samband í hestvit@hestvit.is.
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 2917
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 6580
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 1552352
Samtals gestir: 79539
Tölur uppfærðar: 28.1.2025 23:30:40