24.04.2013 20:00

Frá æfingum til afkasta

-Yfirferð þriggja ára háskólanáms í reiðmennsku-

 

Laugardaginn 27. April 2013

Reiðhöllin Svaðastöðum á Sauðárkróki

Kl: 13:00 – 15:00

Þriðja árs nemar í BS námi í reiðmennsku og reiðkennslu við Háskólann á Hólum ættla að slá til kennslusýningar um helstu verklegu þætti námsins. Sýningin mun innihalda þjálfun knapa og reiðhests frá æfingum til afkasta. Farið verður yfir sætisæfingar, yfirferðarþjálfun, frumtamningar, grunnþjálfun/gangsetningu, þjálfun hins alhliða gæðings o.fl. en auk þess verður fjallað um nýjungar námsins það er skeiðþjálfun og þjálfun kynbótahrossa.

Aðgangur ókeypis !

Hlökkum til að sjá sem flesta

Nemendur 3.árs í BS í reiðmennsku og reiðkennslu við Háskólann á Hólum

Flettingar í dag: 1476
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 643
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1906330
Samtals gestir: 87571
Tölur uppfærðar: 18.5.2025 07:06:14