25.06.2013 14:19

James Faulkner á leiðinni á HM í Berlin fyrir Bretland

www.123.is/laekjamot

Á heimasíðu Lækjamóts kemur fram að Þytsfélaginn James gerði sér lítið fyrir og flaug til Bretlands til að keppa á Breska Meistarmótinu í hestaíþróttum. Fékk hann hestinn Brimar frá Margrétarhofi lánaðann í verkefnið en hann flutti í vetur til Noregs eftir að hafa verið í þjálfun hjá James. Náðu þeir félagar þeim frábæra árangri að sigra töltið og verða í 2.sæti í fjórgangi og þar með hlutu þeir farseðil inn á HM í Berlín sem fram fer nú í ágúst. Glæsilegur árangur, innilega til hamingju James!



Flettingar í dag: 1316
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 10727
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 1748984
Samtals gestir: 83828
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 04:23:44