26.09.2013 12:07

Frumtamningarnámskeið og sýnikennsla með Iben Andersen

 

Dagana 9. - 13. október verður haldið námskeið með tamningakonunni Iben Andersen, námskeiðið verður haldið á Gauksmýri. Iben hefur vakið athygli með nýstárlegum aðferðum við frumtamningar og við að leysa vandamál með erfið og spennt hross. Örfá pláss laus. Nánari upplýsingar hjá Tryggva Björnssyni í síma 898-1057.

Sýnikennsla verður síðan haldin sunnudaginn 13. október kl. 16.00 á Gauksmýri, reiknað er með að sýningin taki um það bil 3 tíma.

Allir velkomnir
Verð er 1.500 kr.
Athugið að enginn posi er á staðnum.

http://www.ibenhestar.dk/

Flettingar í dag: 1874
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 10727
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 1749542
Samtals gestir: 83832
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 04:44:44