09.10.2013 21:41
Sýnikennsla með Iben Andersen
Fyrsti dagurinn á námskeiðinu hjá Iben var í dag, fullt er á námskeiðinu og var kominn biðlisti á það.
Sýnikennsla verður síðan haldin á Gauksmýri, sunnudaginn nk, 13. október kl. 16.00, reiknað er með að sýningin taki um það bil 3 tíma.
Iben hefur starfað víða við tamningar og þjálfun hrossa, á Íslandi, Þýskalandi, Noregi, Danmörku og hjá andfætlingunum í Ástralíu. Í Ástralíu lærði hún aðferðir við frumtamningar sem eru mjög ólíkar þeim sem tíðkast hér á landi. Iben hefur þróað sínar eigin aðferðir við frumtamningar sem vakið hafa talsverða athygli og margir sótt námskeiðin hennar. Sjón er sögu ríkari !
Allir velkomnir
Verð er 1.500 kr.
Posi á staðnum.
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 1286
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1418473
Samtals gestir: 74871
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:50:38