19.10.2013 18:36

 

Uppskeruhátíð  Hrossaræktarsamtaka

V-Hún

og Hestamannafélagsins Þyts 2013


Verður haldin laugardagskvöldið 26.október í Félagsheimilinu á Hvammstanga.

Matur, gleði og gaman.

Þessi frábæra skemmtun hefst stundvíslega kl 20:00

 en húsið opnar kl 19:30 og það verður sko stemming.

 

Kjartan Óli Ólafsson sér um matinn og á boðstólnum verður:

Sticks & Dips

Tígrisrækjuspjót með mangó salsa

Satay kókos - kjúklingaspjót

Aðalréttir

Rokklamb að hætti hússins m/ villisveppasósu, handfjötluðum kartöflubátum & grilluðu rótargrænmeti

Viskígljáð bayonnes-skinka m/ bourbon sósu meistarans, kartöflugratíni & klettasalati 

Veislustjórn verður í höndum Búbba frænda.

 

Forsala miða og pantanir fara fram í Söluskálanum á Hvammstanga, sími 451-2465 og þarf að vera lokið að kvöldi miðvikudagsins 23.október, athugið ekki posi. 

Miðaverð á uppskeruhátíðina er kr 6.500 matur, skemmtun og ball, en ef þú vilt hins vegar bara skella þér á dansleik með Hljómsveit Birgis Sævarssonar, sem hefst kl 00:00, þá kostar það litlar 3000 kr.

Enginn posi á staðnum!

 

Eftirfarandi bú eru tilnefnd ræktunarbú ársins af Hrossaræktarsamtökum V-Hún.

Bessastaðir - Efri-Fitjar - Lækjamót - Syðri-Reykir

 

Athugið að það eru allir velkomnir á þessa frábæru skemmtun.

Þetta er einstakt tækifæri til að hlæja, gráta og hafa gaman.

Athugið

J

Svo framarlega sem þú átt lausan dag, gaufastu til að láta sjá þig

 

Sjáumst nefndin. 
Flettingar í dag: 749
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1417936
Samtals gestir: 74854
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:29:37